Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er í viðtali við Agnesi Bragadóttur í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar fjallar hann meðal annars um árangur sitjandi ríkisstjórnar, fyrir hverju Sjálfstæðisflokkurinn vilji berjast fyrir fái hann áfram umboð þjóðarinnar til þess að vera áfram við völd.
Agnes segir að það muni eflaust vekja athygli hvað Geir Hilmar segir um jafnréttismál og hvernig hann telur Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið sig í þeim málum. Jafnframt hvað hann segir um mögulega ríkisstjórnarkosti en Geir telur ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri græna versta kostinn.