Undirskriftir nálgast sjötta þúsundið

Á sjötta þúsund hafa skrifað undir sáttmála um framtíð Íslands sem Framtíðarlandið stendur fyrir. Alls hafa 20 af 63 Alþingismönnum skrifað undir sáttmálann.

María Ellingsen og Rögnvaldur J. Sæmundsson úr stjórn Framtíðarlandsins afhentu í gær þeim Steingrími J.Sigfússyni formanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formanni Samfylkingarinnar blóm með heillaóskum, en þau hafa bæði undirritað sáttmálann. Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra voru send blóm og heillaóskir.

Allir frambjóðendur til Alþingiskosninga 2007 sem ekki hafa þegar undirritað Sáttmála um framtíð Íslands fengu hann í gær sendan heim ásamt gulri rós, að því er segir í fréttatilkynningu frá Framtíðarlandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert