15% sýna nýjum framboðum áhuga

15,1% svar­enda í nýrri könn­un Capacent-Gallup tel­ur frek­ar lík­legt eða mjög lík­legt að það muni kjósa nýtt fram­boð sem ber vinnu­heitið Íslands­flokk­ur­inn og styður vel­ferðar- og um­hverf­is­mál. Nán­ast sama hlut­fall (14,9%) tel­ur frek­ar eða mjög lík­legt að það kjósi fram­boð eldri borg­ara og ör­yrkja. Liðlega 60% telja frek­ar eða mjög ólík­legt að þau kjósi slík fram­boð.

Könn­un­in var gerð 14.–20. mars en þá var Íslands­hreyf­ing­in ekki búin að kynna stefnu sína eða nafn og því er flokk­ur­inn nefnd­ur Íslands­flokk­ur­inn í spurn­ingu Capacent. Könn­un­in náði til 1.230 manna og var svar­hlut­fall 61,5%.

Aðeins hærra hlut­fall kvenna seg­ir koma til greina að kjósa þessi tvö fram­boð. Sömu­leiðis er ungt fólk opn­ara fyr­ir því að kjósa þessi fram­boð. 32% fólks á aldr­in­um 18–29 ára segja lík­legt að þau kjósi fram­boð eldri borg­ar og ör­yrkja, en 16,9% fólks á aldr­in­um 60–75 ára. 37,4% fólks á aldr­in­um 18–29 ára telja lík­legt að þau kjósi Íslands­flokk­inn. Kjós­end­ur stjórn­ar­flokk­anna virðast hafa einna minnst­an áhuga á að kjósa Íslands­flokk­inn. 7–8% kjós­enda stjórn­ar­flokk­anna töldu frek­ar eða mjög lík­legt að þau myndu kjósa Íslands­flokk­inn.

Kjós­end­ur VG virt­ust einna lík­leg­ast­ir til að styðja Íslands­flokk­inn, en 36,7% sögðust telja allt eins lík­legt að þau myndu kjósa flokk­inn. 31,3% óákveðinna nefndu Íslands­flokk­inn og 20,8% kjós­enda Sam­fylk­ing­ar töldu allt eins lík­legt að þau myndu kjósa Íslands­flokk­inn.

Fram­boð aldraðra og ör­yrkja virðist sömu­leiðis sækja minnst fylgi inn í stjórn­ar­flokk­anna, en þó er hlut­fallið hærra en hjá Íslands­flokkn­um, en 10–13% telja allt eins lík­legt að þau kjósi flokk­inn. Hæst er hlut­fall kjós­enda Frjáls­lyndra, um 32%, óákveðinna 29%, VG 23% og Sam­fylk­ing­ar 20%.

Hafa ber í huga að þegar búið er að brjóta úr­takið svona mikið niður verða vik­mörk hærri, þ.e. óvissa verður meiri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert