Íslandshreyfingin vill gera lífið skemmtilegra

Ómar Ragnarsson, Ósk Vilhjálmsdóttir og Margrét Sverrisdóttir sungu baráttusöngva á …
Ómar Ragnarsson, Ósk Vilhjálmsdóttir og Margrét Sverrisdóttir sungu baráttusöngva á fundinum. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Stykkishólmur | Yngsti stjórnmálaflokkur landsins Íslandshreyfingin – lifandi land, er lagður af stað til að kynna fólki stefnumál sín. Fulltrúar hreyfingarinnar fóru um Snæfellsnes og héldu fundi á þremur stöðum þriðjudaginn 27. mars.

Þar lögðu frummælendur áherslu á að hreyfingin væri alveg nýtt afl í stjórnmálum, sprottin af illri nauðsyn til að stöðva þá ofuráherslu sem lögð er á álversframkvæmdir í landinu með tilheyrandi virkjunum og skemmdum á landi. Ýta yrði til hliðar áformum um fleiri virkjanir, þó ekki væri nema eitt kjörtímabil. Eini flokkurinn með setninguna "Gerum lífið skemmtilegra".

Fundargestum voru kynntar helstu tillögur hreyfingarinnar. Umhverfismálin eru grunnurinn. Þar vill hreyfingin virkja hugvitið, sem skapar fleiri atvinnutækifæri en nokkur álver. Umhverfisvernd er ekki ógnun við atvinnuvegina heldur styrkur, að mati samtakanna.

Gargandi fugl og iðandi mannlíf við hafnir landsins

Hreyfingin fagnar að nýir bændur fjárfesta ekki í kvóta lengur heldur reyna af eigin rammleik að framleiða landbúnaðarvörur án þess að rekstrinum sé miðstýrt af ríkisvaldinu.

Ferðaþjónustan er að áliti hreyfingarinnar mikilvæg og að henni verði að hlúa. Reiknað sé með milljón ferðamönnum árlega hingað til lands. Það sé stórt verkefni og undirbúa þurfi þjóðina til að taka á móti þeim fjölda gesta svo sómi sé að.

Á milli erinda frummælenda var tekið lagið þar sem kyrjaðir voru söngvar um „Verjum, verjum landið. Vinnum nú þennan slag."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert