Margrét: Stjórnmál 21. aldar snúast um mannauð, hugvit og nýsköpun

Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar - lifandi lands, segir niðurstöðu nýrrar fylgiskönnunar Capacent Gallup koma þægilega á óvart þar sem framboðið sé einungis viku gamalt. Þá segir hún niðurstöðuna sýna að stjórnmál 21. aldarinnar þurfi að snúast um mannauð, hugvit og nýsköpun en Íslandshreyfingin fær 5,2% atkvæða samkvæmt könnuninni.

Þá kom fram í könnuninni að 56% telja að áhersla á umhverfisvernd hafi annað hvort mjög jákvæð eða frekar jákvæð áhrif á hagvöxt. Tæp 16% aðspurða töldu hins vegar áherslu á umhverfisvernd annað hvort hafa mjög neikvæð eða frekar neikvæð áhrif á hagvöxt. 10,5% töldu áhrifin bæði jákvæð og neikvæð og 17,6% töldu að ekki væri um nein áhrif að ræða Mun fleiri konur en karlar töldu að áhersla á umhverfisvernd hefði jákvæð áhrif á hagvöxt eða 63,5% samanborið við 49,2% hjá körlunum. Þá voru mun fleiri karlar á þeirri skoðun að áhrif af áherslu á umhverfisvernd væru neikvæð eða 21,4% samanborið við tæp 10% hjá konunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert