Vægi minnstu flokkanna að aukast

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Sverrir

Elías Héðinsson, rannsóknastjóri Morgunblaðsins, segir nýja skoðanakönnun Capacent Gallup, sem birt var í kvöld, benda til þess að vægi minnstu flokkanna sé að aukast í valdajafnvægi íslenskra stjórnmála.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er fylgi Íslandshreyfingarinnar nú 5,2% og fylgi Frjálslynda flokksins 5,3% og segir Elías að verði niðurstaða kosninganna í samræmi við niðurstöðu þessarar könnunar muni það auka mjög á vægi þessara flokka. Einungis Sjálfstæðisflokkurinn geti þá myndað tveggja flokks stjórn annað hvort með Vinstri grænum eða Samfylkingunni. Aðrir flokkar verði hins vegar að reiða sig á stuðning litlu flokkanna ætli þeir að mynda stjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins.

Þá segir Elías að þetta þýði það að minna þurfi nú til en oft áður til að kalla fram sveiflur í valdajafnvæginu á Alþingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert