Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins

Rannveit Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, og Pétur Óskarsson, talsmaður …
Rannveit Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, og Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, ræða við fréttamenn á talningarstað í kvöld. mbl.is/Brynjar Gauti

Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík í íbúakosningu í dag. Alls greiddu 12.747 atkvæði í kosningunni og 6382, eða 50,06% hafnaði stækkuninni en 6294 eða 49,37% sögðu já. 71 seðill var auður eða ógildur.

Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, segir að þessi niðurstaða sé vonbrigði enda hafi verið lögð mikil vinna í kynningu á málinu. Sú vinna hafi þjappað starfsmönnum álversins saman en hins vegar hafi verið ljóst að úrslitin myndu verða tvísýn eins og sæist á niðurstöðunni, endað munaði aðeins um hálfu prósenti á fylkingunum.

Rannveig sagði, að því hefði verið lýst yfir að þessi niðurstaða yrði bindandi og það þýddi, að ekki yrði gert ráð fyrir stækkun álversins í deiliskipulagi. Sú stækkun væri hins vegar forsenda þess, að hægt sé að auka hagkvæmni í rekstrinum.

Kosið var um fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu, sem gerir ráð fyrir stækkun álvers Alcan í Straumsvík í 460.000 tonna ársframleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert