Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins

Rannveit Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, og Pétur Óskarsson, talsmaður …
Rannveit Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, og Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, ræða við fréttamenn á talningarstað í kvöld. mbl.is/Brynjar Gauti

Hafn­f­irðing­ar höfnuðu stækk­un ál­vers­ins í Straums­vík í íbúa­kosn­ingu í dag. Alls greiddu 12.747 at­kvæði í kosn­ing­unni og 6382, eða 50,06% hafnaði stækk­un­inni en 6294 eða 49,37% sögðu já. 71 seðill var auður eða ógild­ur.

Rann­veig Rist, for­stjóri Alcan á Íslandi, seg­ir að þessi niðurstaða sé von­brigði enda hafi verið lögð mik­il vinna í kynn­ingu á mál­inu. Sú vinna hafi þjappað starfs­mönn­um ál­vers­ins sam­an en hins veg­ar hafi verið ljóst að úr­slit­in myndu verða tví­sýn eins og sæ­ist á niður­stöðunni, endað munaði aðeins um hálfu pró­senti á fylk­ing­un­um.

Rann­veig sagði, að því hefði verið lýst yfir að þessi niðurstaða yrði bind­andi og það þýddi, að ekki yrði gert ráð fyr­ir stækk­un ál­vers­ins í deili­skipu­lagi. Sú stækk­un væri hins veg­ar for­senda þess, að hægt sé að auka hag­kvæmni í rekstr­in­um.

Kosið var um fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lagstil­lögu, sem ger­ir ráð fyr­ir stækk­un ál­vers Alcan í Straums­vík í 460.000 tonna árs­fram­leiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert