Erfið ákvörðun en nauðsynleg

Fréttamenn ræða við Pétur Óskarsson eftir að fyrstu tölur lágu …
Fréttamenn ræða við Pétur Óskarsson eftir að fyrstu tölur lágu fyrir. mbl.is/Brynjar Gauti

Pét­ur Óskars­son, talsmaður sam­tak­anna Sól­ar í Straumi sem börðust gegn stækk­un ál­vers­ins í Straums­vík, seg­ir úr­slit kosn­ing­anna vera fagnaðarefni. „Þetta var naumt en engu að síður var nauðsyn­legt að taka þessa ákvörðun. Þetta sýn­ir bara hvað þetta var erfið ákvörðun fyr­ir Hafn­f­irðinga að taka,“ sagði hann í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

Hann seg­ir ljóst að íbúa­kosn­ing­unni hafi verið gríðarlega vel tekið enda kjör­sókn­in mjög góð. En kosn­ingaþátt­tak­an var um 76%.

Aðspurður seg­ist Pét­ur ekki hafa áhyggj­ur af því að ál­verið í Straums­vík muni loka og fara úr Hafnar­f­irði. „Það er ekk­ert sem bend­ir til þess. Við leituðum mikið að raun­veru­leg­um upp­lýs­ing­um sem gætu bent til þess hvenær fyr­ir­tækið væri orðið of lítið til þess að vera arðbært, og við fund­um ekk­ert,“ sagði Pét­ur og bæt­ir við að helm­ing­ur ál­vera Alcan sé af sömu stærð eða minni en ál­verið í Straums­vík. „Álverið er í mjög góðum rekstri, ál­verð er hátt og það er mik­il bjart­sýni um ál­verð næsta ára­tug­inn og rúm­lega það. Það var því ekk­ert í kort­un­um sem studdi það sem við kölluðum hræðslu­áróður.“

Rann­veig Rist, for­stjóri Alcan á Íslandi, sagði við blaðamenn í gær að henni þótti sem Alcan hefði ekki notið sann­mæl­is í um­fjöll­un fjöl­miðla fyr­ir kosn­ing­arn­ar. Þessu er Pét­ur ósam­mála. „Ég var hvergi var við neina mis­mun­un hjá fjöl­miðlum. Ég sá ekki annað en að þar sem við vor­um þar voru þau. Þegar við send­um frá okk­ur til­kynn­ing­ar þá var talað við þau og þeim gefið tæki­færi á að svara.“

Aðspurður um næsta skref seg­ir Pét­ur að fé­lag­ar Sól í Straumi muni nú setj­ast niður með málsaðilum og fara yfir málið. „Við von­um að menn læri eitt­hvað af þessu. Það sem við get­um helst gagn­rýnt í þessu er aðkoma alþjóðlegs fyr­ir­tæk­is að þessu, að það hafi ekki verið neinn rammi utan um fjár­út­lát til þess­ar­ar kosn­inga­bar­áttu. Ég hefði líka viljað sjá bann við kosn­inga­áróðri á kjör­dag [...] Það hefði gert þetta aðeins virðulegra. Mér þótti ekki gam­an að sjá heilsíðuaug­lýs­ing­ar, og verið væri að koma á fólki páska­eggj­um í búðum á kjör­dag. Mér fannst það óviðeig­andi.“

Pét­ur seg­ist eiga von á því að birt­ar verði töl­ur yfir kostnað sam­tak­anna vegna kosn­inga­bar­átt­unn­ar á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka