Sveitastjórnarráð Samfylkingarinnar óskar Hafnfirðingum til hamingju

Stjórn sveitarstjórnaráðs Samfylkingarinnar óskar Hafnfirðingum til hamingju með glæsilega þátttöku og trausta framkvæmd á kosningum um stækkun álversins í Straumsvík. Kosningarnar eru merkilegt skref við þróun íbúalýðræðis og notkun beinna kosninga til að skera úr í stórum álitamálum, segir í tilkynningu frá stjórninni.

„Samfylkingin hefur á undanförnum árum leitt þróun sveitarstjórnarstigsins á sviði íbúalýðræðis víða um land með markvissu samráði, frumkvæði að íbúaþingum og beinum kosningum. Mikilvægt er að draga lærdóm og nýta reynslu af jafnmerkum áfanga og Hafnarfjarðarkosningin er í þessu sambandi. Mun sveitarstjórnarráð Samfylkingarinnar því fylgja árangri Hafnfirðinga eftir með því að efna til enn frekari umræðu um leikreglur og leiðir til markviss samráðs og beins íbúalýðræðis á sveitarstjórnarstigi,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert