Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%

mbl.is/Kristinn

Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt um tæp fjögur prósentustig í nýrri skoðanakönnun Capacent Gallups frá könnuninni fyrir viku og mælist með 40,6% fylgi. Vinstri grænir tapa fylgi eins og í síðustu könnun, en mælast eftir sem áður næststærsti flokkurinn. Fylgi annarra flokka er nánast óbreytt frá síðustu könnun. Íslandshreyfingin tapar fylgi og fer undir 5%.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinna, sem gerð var fyrir Morgunblaðið og RUV, er Sjálfstæðisflokkurinn með 40,6% atkvæða, en mældist með 36,7% fylgi í síðustu könnun fyrir viku. Þetta er svipað fylgi og flokkurinn mældist með í könnun fyrir fjórum vikum. Vinstri grænir mælast með 21,1% og minnkar fylgi þeirra um tæp þrjú prósentustig frá síðustu könnun. Þeir hafa ekki áður mælst með svo lítið fylgi í þessum vikulegu könnunum Gallups, en fyrsta könnunin birtist fyrir fimm vikum. Samfylkingin mælist með 19,5% og minnkar fylgi hennar lítilsháttar frá síðustu könnun, en hún hefur verið með tæplega 20% fylgi í þremur síðustu könnunum. Framsóknarflokkurinn mælist með 8,1% fylgi sem er svipað og í tveimur síðustu könnunum og Frjálslyndi flokkurinn er með 5,4% sem er svipað og síðast. Íslandshreyfingin mælist núna með 4,5% fylgi og minnkar fylgið úr 5,2% frá því fyrir viku. Það þýðir að flokkurinn næði ekki uppbótarþingmanni yrðu úrslitin þessi.

Ríkisstjórnin heldur velli

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert