Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%

mbl.is/Kristinn

Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt um tæp fjögur prósentustig í nýrri skoðanakönnun Capacent Gallups frá könnuninni fyrir viku og mælist með 40,6% fylgi. Vinstri grænir tapa fylgi eins og í síðustu könnun, en mælast eftir sem áður næststærsti flokkurinn. Fylgi annarra flokka er nánast óbreytt frá síðustu könnun. Íslandshreyfingin tapar fylgi og fer undir 5%.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinna, sem gerð var fyrir Morgunblaðið og RUV, er Sjálfstæðisflokkurinn með 40,6% atkvæða, en mældist með 36,7% fylgi í síðustu könnun fyrir viku. Þetta er svipað fylgi og flokkurinn mældist með í könnun fyrir fjórum vikum. Vinstri grænir mælast með 21,1% og minnkar fylgi þeirra um tæp þrjú prósentustig frá síðustu könnun. Þeir hafa ekki áður mælst með svo lítið fylgi í þessum vikulegu könnunum Gallups, en fyrsta könnunin birtist fyrir fimm vikum. Samfylkingin mælist með 19,5% og minnkar fylgi hennar lítilsháttar frá síðustu könnun, en hún hefur verið með tæplega 20% fylgi í þremur síðustu könnunum. Framsóknarflokkurinn mælist með 8,1% fylgi sem er svipað og í tveimur síðustu könnunum og Frjálslyndi flokkurinn er með 5,4% sem er svipað og síðast. Íslandshreyfingin mælist núna með 4,5% fylgi og minnkar fylgið úr 5,2% frá því fyrir viku. Það þýðir að flokkurinn næði ekki uppbótarþingmanni yrðu úrslitin þessi.

Ríkisstjórnin heldur velli

Gallup reiknar einnig út þingmannafjölda miðað við niðurstöðu þessarar könnunar og einnig þeirrar síðustu. Samkvæmt þeim útreikningi heldur ríkisstjórnin velli með 32 þingmenn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert