Skíðakeppni þingframbjóðenda fór fram í Hlíðarfjalli við Akureyri í gær. Meðal keppanda voru fulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Íslandshreyfingarinnar. Fór svo, að Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, sigraði eftir harða baráttu við nafna sinn Kristján Þór Júlíusson, frambjóðanda Sjálfstæðisflokks.
Baráttuverðlaunin hlaut Jakob Frímann Magnússon, fulltrúi Íslandshreyfingarinnar, í frumraun sinni í skíðakeppni. Allir frambjóðendurnir þóttu sýna sínar bestu hliðar í brekkunum.
Skíðasvæðið verður opið í dag kl. 9-17. Verða allar lyftur opnar og skíðafærið er troðinn þurr snjór. Um 10 sentimetra snjór féll í nótt.