Sjálfstæðisflokkur fengi 40,4% atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi suður ef kosið væri nú samkvæmt könnun, sem Capacent Gallup gerði fyrir Útvarpið og kynnt var nú síðdegis í tengslum við kosningaumfjöllun RÚV. Vinstrihreyfingin-grænt framboð fær 24,2% en þessir tveir flokkar bæta báðir við sig fylgi í kjördæminu miðað við síðustu kosningar.
Í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkur 38,3% og 4 kjördæmakjörna þingmenn en fengi 5 samkvæmt könnuninni. VG fekk 9,3% og 1 þingmenn en fengi nú 2.
Könnunin var gerð á síðustu þremur vikum. Samkvæmt henni fær Samfylkingin 23,2% atkvæða og 2 þingmenn en fékk 33,3% og 3 þingmenn í síðustu kosningum. Framsóknarflokkur fær 4,9% og engan þingmann en fékk 11,3% og 1 þingmann síðast. Frjálslyndi flokkurinn fær 4,2% en hafði 6,6% og Íslandshreyfingin 4,1%.