Gagnrýnir hringlanda og ósamstillta hagstjórn

Frá fundi Samfylkingarinnar í gærmorgun.
Frá fundi Samfylkingarinnar í gærmorgun. mbl.is/Sverrir
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.isGera þarf stórátak til þess að endurheimta stöðugleika í hagstjórn á Íslandi. Útlit er fyrir að halli verði á ríkissjóði á næsta ári. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, fyrrv. ráðherra og seðlabankastjóra, á morgunverðarfundi Samfylkingarinnar í gær. Jón segir að sá bati sem orðið hefur hjá ríkissjóði byggist aðallega á umframtekjum af ofþenslunni og sölu ríkiseigna en síður á árangri við útgjaldastjórn.

„Hættan er sú að Ísland missi trúverðugleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, en þá væri voðinn vís með hækkandi vaxtaálagi, gengisfalli og verðbólgugusu."

Jón gagnrýndi skort á samstillingu í stjórn ríkisfjármála og peningamála. Tímasetning skattalækkana orkaði tvímælis og rýmkun útlánareglna Íbúðalánasjóðs hefði gengið þvert á yfirlýsingar stjórnvalda um aðhaldssemi. „Það er hringlandaháttur af þessu tagi sem grefur undan tilraunum til aðhalds [...]."

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir að gert sé ráð fyrir neikvæðri afkomu ríkissjóðs á árunum 2008 og 2009 vegna minnkandi umsvifa og hluta af söluandvirði Símans verði þá ráðstafað til að glæða efnahagslífið. Markmið sem ríkisstjórnin setti sér í upphafi kjörtímabilsins um raunútgjaldaþróun hafi í öllum meginatriðum staðist.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert