Bjartsýni sögð einkenna landsfund Sjálfstæðisflokksins

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins stendur nú sem hæst en það þykir setja mark sitt á fundinn að hann er haldinn í aðdraganda alþingiskosninga. Segja fundarmenn mikla stemningu vera á fundinum og bjartsýni og baráttuhug ríkjandi.

Fundurinn stendur í fjóra daga og eru skráðir fundarmenn á fimmtánda hundrað. Auk formlegra ávarpa fara þar fram almennar umræður og vinna í ýmsum starfshópum. Þá verður kosið í miðstjórn og embætti formanns og varaformanns undir lok fundarins á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert