Rúmlega 60% þjóðarinnar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um frekari stóriðju

Frá lokun hjárennslisganga Kárahnjúkastíflu.
Frá lokun hjárennslisganga Kárahnjúkastíflu. mbl.is/RAX

Rúmlega 60% þjóðarinnar er hlynnt því að ákvarðanir um frekari stóriðju verði settar í þjóðaratkvæðagreiðslu, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Þar af segjast 38,2% vera mjög hlynnt því en 22,8% segjast vera frekar hlynnt því. 14,0% segjast hins vegar vera mjög andvíg því og 19,0% segjast frekar andvíg því. 6,1% segist hins vegar hvorki vera hlynnt því né andvíg.

Mun fleiri konur en karlar vilja að slík mál séu borin undir þjóðina í sérstakri atkvæðagreiðslu en 67,5% kvenna segjast vilja það og 54,8% karla. Þá er stuðningurinn við þjóðaratkvæðagreiðslu í slíkum málum mestur meðal þeirra sem hyggjast kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð eða 87,8% og þeirra sem ætla að kjósa annan flokk en stóru flokkana fjóra en 77,1% þeirra segjast hlynntir slíku.

Minnstur er hins vegar stuðningurinn við þjóðaratkvæðagreiðsluá meðal þeirra sem hyggjast kjósa Framsóknarflokkinn eða 35,0% og þeirra sem hyggjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða 39,6%. 69,9% kjósenda samfylkingarinnar segjast hins vegarhlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu í slíkum málum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert