Ekki fylgir hugur máli hjá hægriflokkum um jöfnuð

Helle Thorning-Schmidt er formaður danskra jafnaðarmanna.
Helle Thorning-Schmidt er formaður danskra jafnaðarmanna. mbl.is/Árni Sæberg

Það er engan veginn nægjanlegt fyrir hægriöflin að endurtaka orðræður jafnaðarmanna um jöfn tækifæri samfélagsþegnanna og önnur baráttumál þeirra, ef þess háttar yfirlýsingum er ekki fylgt eftir með aðgerðum að mati Helle Thorning-Schmidt formanns danska jafnaðarmannaflokksins sem var heiðursgestur á landsfundi Samfylkingarinnar. Í ávarpi sínu á föstudag sagði hún að einungis jafnaðarmönnum væri treystandi fyrir jafnaðarstefnunni.

„Hægriflokkarnir geta ekki staðið við orð sín um jöfnuð vegna þess að það fylgir ekki hugur máli,“ segir hún.

Thorning-Schmidt varð formaður danska jafnaðarmannaflokksins árið 2005, eða um svipað leyti og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð formaður Samfylkingarinnar. Segist Thorning-Schmidt hafa fylgst af hrifningu með störfum Ingibjargar Sólrúnar en þær hafa unnið saman á vettvangi norræns samstarfs sem stjórnmálaleiðtogar. „Hún er frábær leiðtogi og ég tel að hún yrði jafnframt frábær forsætisráðherra. Ég hef þekkt hana frá því hún var kjörin formaður og hún hefur þá reynslu sem þarf til að stunda alþjóðapólítík.

Hún segist ekki í vafa um að Samfylkingin muni endurheimta kjörfylgi í komandi kosningum og hún minnir á að eina marktæka könnunin sé sú sem fram fari á sjálfan kjördag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert