Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í lok landsfundar Samfylkingarinnar, að flokkurinn …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í lok landsfundar Samfylkingarinnar, að flokkurinn væri orðinn fullmótaður flokkur jafnaðarmanna. mbl.is/Árni Sæberg

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í lokaræðu sinni á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í dag að fund­ur­inn hafa sýnt það hvað það sé mik­ill karakt­er og takt­ur í flokkn­um þrátt fyr­ir þann mót­byr sem hann hefði verið í á und­an­förn­um vik­um og mánuðum. Sagði hún það sýna mik­inn styrk og vera til marks um það að hann sé nú orðinn full­mótaður flokk­ur jafnaðarmanna.

Ingi­björg Sól­rún sagði fund­inn jafn­framt hafa sýnt það og sannað að flokk­ur­inn geri ekki út á óánægju fólks held­ur hlusti á áhyggj­ur þess og leiti leiða til úr­lausn­ar. Þá sagði hún það draum flokks­ins að geta verið rík­is­ber­andi um­bóta­flokk sem geti mótað rík­is­valdið og notað það til að standa vörð um þá sem veik­ast standi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert