Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í lok landsfundar Samfylkingarinnar, að flokkurinn …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í lok landsfundar Samfylkingarinnar, að flokkurinn væri orðinn fullmótaður flokkur jafnaðarmanna. mbl.is/Árni Sæberg

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í lokaræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar í dag að fundurinn hafa sýnt það hvað það sé mikill karakter og taktur í flokknum þrátt fyrir þann mótbyr sem hann hefði verið í á undanförnum vikum og mánuðum. Sagði hún það sýna mikinn styrk og vera til marks um það að hann sé nú orðinn fullmótaður flokkur jafnaðarmanna.

Ingibjörg Sólrún sagði fundinn jafnframt hafa sýnt það og sannað að flokkurinn geri ekki út á óánægju fólks heldur hlusti á áhyggjur þess og leiti leiða til úrlausnar. Þá sagði hún það draum flokksins að geta verið ríkisberandi umbótaflokk sem geti mótað ríkisvaldið og notað það til að standa vörð um þá sem veikast standi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert