Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður var sjálfkjörin sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í dag. Rannveig bauð sig ein fram til embættisins og er hún því sjálfkjörin. Samkvæmt lögum flokksins má formaður framkvæmdastjórnarinnar ekki vera þingmaður en Rannveig var kjörin í ljósi þess að hún er fráfarandi þingmaður.
Sextán frambjóðendur hafa boðið sig fram í framkvæmdastjórnina. Þeir eru auk Rannveigar: Anna Sigríður Guðnadóttir, Björgvin V Guðmundsson, Eggert Ingólfur Herbertsson, Elísabet Ólafía Rónaldsdóttir, Eva Kamilla Einarsdóttir, Eysteinn Eyjólfsson, Helgi Pétursson, Hörður J. Oddfríðarson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Jóhanna S. Eyjólfsdóttir, Kristinn M. Bárðarson, Magnús Már Guðmundsson, Margrét Gauja Magnúsdóttir, Sigríður Lára Geirdal, Sigurður Kaiser Guðmundsson, Valgerður Halldórsdóttir.