Segja samstarf innan Baráttusamtakanna hafa gengið brösuglega frá upphafi

Höfuðborg­ar­sam­tök­in segja í yf­ir­lýs­ingu, sem þau sendu frá sér í dag, að sam­starf inn­an Bar­áttu­sam­tak­anna hafi gengið brös­ug­lega frá upp­hafi því stjórn þeirra hafi verið gal­op­in fyr­ir und­ir­róðri flug­vall­arsinna. Í mars var gerður var sam­starfs­sátt­máli milli Höfuðborg­ar­sam­tak­anna og Bar­áttu­sam­taka eldri borg­ara um sam­eig­in­legt fram­boð en upp úr því sam­starfi slitnaði í síðustu viku.

Yf­ir­lýs­ing Höfuðborg­ar­sam­tak­anna er eft­ir­far­andi:

    Þann 23. mars sl. gerðu Höfuðborg­ar­sam­tök­in og Bar­áttu­sam­tök eldri borg­ara og ör­yrkja með sér sam­st­ars­sátt­mála um sam­eig­in­legt fram­boð á helm­inga­skipta­grund­velli í öll­um kjör­dæm­um fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 12. maí nk. und­ir heit­inu „Bar­áttu­sam­tök­in".

    Í sam­starfs­sátt­mál­an­um eru m.a. til­greind 8 aðal­mál í mál­efna­skrá. Helsta bar­áttu­mál Höfuðborg­ar­sam­tak­anna er að finna í tölulið 8.5 í sam­starfs­sátt­mál­an­um: „Flug­völl­ur verði byggður á jaðri höfuðborg­ar­svæðis­ins fyr­ir árs­lok 2011". Áður höfðu Höfuðborg­ar­sam­tök­in fallið frá orðalag­inu „Flug­völl­ur verði far­inn úr Vatns­mýri fyr­ir árs­lok 2011".

    Sam­starf inn­an Bar­áttu­sam­tak­anna gekk brös­ug­lega frá upp­hafi því í röðum eldri borg­ara var í raun aðeins einn ein­stak­ling­ur, sem öllu réð. Að auki var stjórn þeirra gal­op­in fyr­ir und­ir­róðri flug­vall­arsinna. Þeir gjör­nýttu sér veik­leik­ann í stjórn eldri borg­ara, sem kröfðust þess að sam­starfsaðil­inn felldi sitt helsta bar­áttu­mál, flug­völl­inn burt, út úr mál­efna­skrá Bar­áttu­sam­tak­anna og ein­beitti sér þess í stað að bar­áttu­mál­um eldri borg­ara.

    Full­trú­ar Höfuðborg­ar­sam­tak­anna reyndu í lengstu lög að halda sam­starf­inu um Bar­áttu­sam­tök­in gang­andi, m.a. í þeirri von að meiri breidd og ábyrgð skapaðist í for­ystu eldri borg­ara, en þann 12.04.2007 til­kynnti for­ystumaður þeirra að sam­starf­inu væri lokið.

    Sama dag birtu fjöl­miðlar inn­tak úr op­in­ber­um skýrsl­um sam­göngu­yf­ir­valda og Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem tek­in eru af öll tví­mæli um að sjón­ar­mið og fag­leg vinna Höfuðborg­ar­sam­tak­anna og annarra, sem bar­ist hafa gegn flug­starf­semi í Vatns­mýri og fyr­ir skil­virku og mann­vænu borg­ar­skipu­lagi árum sam­an, standa í einu og öllu óhögguð.

    Frá sl. hausti hafa staðið yfir viðræður á milli ým­issa hópa lýðræðissinna, máls­svara borg­ar­sam­fé­lags­ins, um­hverf­is­vernd­arsinna, nátt­úru­vernd­arsinna, eldri borg­ara, ör­yrkja og klofn­ings­hópa með það að mark­miði að ná breiðri sam­stöðu um nýtt fram­boð. Það tókst því miður ekki að þessu sinni og er höfuðástæðan póli­tísk­ur metnaður ein­stak­linga á kostnað mál­efn­anna.

    Þess­ir hóp­ar ættu nú þegar að draga sam­an lær­dóm af viðleitni und­an­far­inna mánaða. Höfuðborg­ar­sam­tök­in munu ekki skor­ast und­an þátt­töku í sam­ræðum um mögu­leika á sam­starfi í kosn­ing­un­um 2010 og 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert