Íslandshreyfingin: Auðlindir Íslands verði aldrei í umsjá erlendra afla

Íslands­hreyf­ing­in hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna umræðna um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og seg­ist vilja taka fram að flokk­ur­inn sé reiðubú­inn að hefja ít­ar­leg­ar umræður um mögu­leika aðild­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu en leggi um leið höfuðáherslu á að auðlind­ir Íslands verði aldrei í eigu eða um­sjá er­lendra afla.

Yf­ir­lýs­ing­in er eft­ir­far­andi:

    Vegna umræðna um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu vill Íslands­hreyf­ing­in – lif­andi land- taka eft­ir­far­andi fram: Flokk­ur­inn er reiðubú­inn að hefja ít­ar­leg­ar umræður um mögu­leika aðild­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, enda á landið sam­leið með ríkj­um þess í menn­ing­ar­mál­um og á sviði efna­hags­mála. Um leið og þetta er sagt legg­ur Ísands­hreyf­ing­in á það höfuðáherslu að auðlind­ir Íslands verði aldrei í eigu eða um­sjá er­lendra afla, enda yf­ir­ráð þjóðar­inn­ar í eig­in mál­um full og óskoruð um alla framtíð.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka