Íslandshreyfingin: Auðlindir Íslands verði aldrei í umsjá erlendra afla

Íslandshreyfingin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu og segist vilja taka fram að flokkurinn sé reiðubúinn að hefja ítarlegar umræður um möguleika aðildar Íslands að Evrópusambandinu en leggi um leið höfuðáherslu á að auðlindir Íslands verði aldrei í eigu eða umsjá erlendra afla.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

    Vegna umræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu vill Íslandshreyfingin – lifandi land- taka eftirfarandi fram: Flokkurinn er reiðubúinn að hefja ítarlegar umræður um möguleika aðildar Íslands að Evrópusambandinu, enda á landið samleið með ríkjum þess í menningarmálum og á sviði efnahagsmála. Um leið og þetta er sagt leggur Ísandshreyfingin á það höfuðáherslu að auðlindir Íslands verði aldrei í eigu eða umsjá erlendra afla, enda yfirráð þjóðarinnar í eigin málum full og óskoruð um alla framtíð.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert