Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG

Fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hefur aukist verulega samkvæmt nýjustu skoðanakönnun …
Fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hefur aukist verulega samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Capacent Gallup. mbl.is

Fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hefur aukist verulega samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Capacent Gallup en fylgi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs dregst saman, nánast sem nemur fylgisaukningu Samfylkingarinnar. Fylgi Framsóknarflokksins dalar sömuleiðis töluvert milli kannana og hvorki Frjálslyndi flokkurinn né önnur framboð næðu manni inn á þing, yrði niðurstaðan í samræmi við könnunina.

Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um 6 prósentustig, stigið úr 18,1% í 24,1%, frá síiðustu könnun en flokkurinn hefur ekki mælst með svo mikið fylgi um margra mánaða skeið. Fylgi VG hefur hins vegar dregist saman, fallið úr 24,9% í 19,1%.

Það vekur athygli í þessari könnun að Samfylkingin og VG hafa haft sætaskipti. Þá hafa skoðanakannanir Capacent Gallup að undanförnu sýnt að fylgi Frjálslynda flokksins hefur þokast hægt niður á við í vetur og engin breyting verður þar á nú. Flokkurinn næði engum manni á þing og hið sama á við um nýju framboðin tvö; Íslandshreyfinguna, sem mælist með 3,3% fylgi á landsvísu og Baráttusamtökin, sem mælist með 0,5% stuðning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert