Ríkisstjórnin myndi halda velli með 33 þingmenn, aðeins einum færri en stjórnarflokkarnir hafa nú samanlagt samkvæmt nýrri fylgiskönnun sem Capacent Gallup vann fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið.
Samkvæmt könnuninni ber Sjálfstæðisflokkurinn höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka með 40,8% fylgi. Flokkurinn bætir verulega miklu við sig frá síðustu skoðanakönnun er hann mældist með 37,1% fylgi og hefur hann ekki mælst með jafnmikið fylgi í vetur. Með þessu móti myndi Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig sex þingmönnum, miðað við niðurstöðuna 2003. Það dugir þó nánast til að vega upp á móti fylgistapi Framsóknarflokksins, samkvæmt könnununum þ.e.a.s. ef þessir flokkar hefðu hug á að mynda saman ríkisstjórn.
Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 7,9% sem myndi aðeins skila fimm þingmönnum í stað þeirra 12 sem flokkurinn hefur nú.
Samfylkingin fengi 17 þingmenn og 13 þingmenn kæmu í hlut VG. Sjálfstæðislokkurinn bætir raunar verulega miklu við sig frá síðustu skoðanakönnun og hefur ekki mælst með jafnmikið fylgi í vetur. Með þessu móti myndi Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig sex þingmönnum, miðað við niðurstöðuna 2003, sem dugar nánast til að vega upp á móti fylgistapi Framsóknarflokksins, þ.e.a.s. ef þessir flokkar hefðu hug á að mynda saman ríkisstjórn.
Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 7,9% sem myndi aðeins skila fimm þingmönnum í stað þeirra 12 sem flokkurinn hefur nú. Samfylkingin fengi 17 þingmenn og 13 þingmenn kæmu í hlut VG.