Meirihluti segir afkomu sína hafa batnað

mbl.is/ÞÖK

58% þjóðarinnar telur afkomu sína og fjölskyldu sinnar hafa batnað á síðastliðnum fjórum árum samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. 19,7% segja hana hafa batnað mikið en 38,3% segja hana hafa batnað nokkuð. 31,7% segja fjárhagslega afkomu sína hafa staðið í stað en 10,3% segja hana hafa versnað. Þar af segja 5,9% hana hafa versnað nokkuð en 4,45 segja hana hafa versnað mikið.

62% karla segjast telja afkomu sína hafa batnað á undanförnum fjórum árum, 28,8% þeirra segja hana hafa staðið í stað og 9,2% segja hana hafa versnað. 54,3% kvenna segjast hins vegar telja afkomu sína hafa batnað, 34,3% þeirra segja hana hafa staðið í stað og 11,4% segja hana hafa versnað.

Athygli vekur að fæstir í aldurhópnum 55 til 75 ára telja afkomu sína hafa batnað á undanförnum fjórum árum eða 44,5%. 41,2% fólks í þeim aldurshópi telur hana hafa staðið í stað og 14,3% telja hana hafa versnað.

Hæst var hlutfall þeirra sem telja afkomu sína hafa batnað á meðal þeirra sem búsettir í Reykjavíkurkjördæmi norður (66,2%), þeirra sem hafa háskólapróf (70,7%) og þeirra sem tilheyra fjölskyldum þar sem mánaðarlaun eru a.m.k. 800 þúsund krónur (86,4%).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert