Stefnuskrár flokkanna bornar saman

Stúdentaráð hefur opnað heimasíðuna loford.is þar sem stefnuskrá stúdentaráðs er borin saman við stefnuskrár þeirra stjórmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis. Stúdentaráð kynnti á dögunum stefnuskrá sína fyrir kosningarnar og skoraði um leið á stjórnmálaflokkana að taka upp stefnumálin og gera menntamál að kosningamáli. Í kjölfarið hafa allir flokkar tekið undir markmið stúdentaráðs og stefnumál ráðsins að einhverju leyti, segir í fréttatilkynningu.

"Á heimasíðunni getur fólk séð svart á hvítu hvaða stefnumálum flokkarnir eru sammála og hvaða flokkar leggja mesta áherslu á menntamál. Stúdentaráð hvetur fólk til þess að kynna sér heimasíðuna því menntamál eru með mikilvægustu málefnunum sem kosið er um í vor."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka