Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi

Malbikunarframkvæmdir á Suðurlandi.
Malbikunarframkvæmdir á Suðurlandi. mbl.isRAX

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fengi 40,9% at­kvæða í Suður­kjör­dæmi væri gengið til kosn­inga nú sam­kvæmt skoðana­könn­un sem Capacent Gallup vann fyr­ir Sjón­varpið og Morg­un­blaðið dag­ana 15. til 19. apríl 2007. Sam­fylk­ing­in fengi 24,0%, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fengi 14,2% og Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð fengi 13,7%. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fengi 4,8%, Íslands­hreyf­ing­in fengi 2,2% og Bar­áttu­sam­tök­in fengju 0,3%.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fengi því fimm kjör­dæma­kjörna þing­menn í kjör­dæm­inu, Sam­fylk­ing­in fengi 2 þing­menn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Vinstri græn­ir fengju einn þing­mann hvor flokk­ur. Á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili hef­ur Sam­fylk­ing­in 4 kjör­dæma­kjörna þing­menn í kjör­dæm­inu, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur þrjá, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur tvo og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn einn.

Úrtakið var til­vilj­unar­úr­tak úr þjóðskrá. Í því voru 800 manns 18 ára og eldri. Nettósvar­hlut­fall var 64,5%.

Fylgistöl­ur eru reiknaðar út frá svör­um við þrem­ur spurn­ing­um: „Ef kosið yrði til Alþing­is í dag, hvaða flokk eða lista mynd­ir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokk­ur eða listi yrði lík­leg­ast fyr­ir val­inu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er lík­legra að þú kys­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn eða ein­hvern hinna flokk­anna?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert