Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins á Egilsstöðum skemmd

Mynd af skiltinu sem málað var á.
Mynd af skiltinu sem málað var á.

Skemmd­ir voru unn­ar í nótt á aug­lýs­inga­skilt­um Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi á Eg­ils­stöðum og er þetta í annað skipti á ör­fá­um dög­um sem slíkt er gert. Hef­ur enskt slag­orð hef­ur nú verið málað yfir mynd af fram­bjóðend­um Fram­sókn­ar­flokks­ins á skilt­un­um.

Flokk­ur­inn seg­ir, að áletr­un­in á skilt­un­um sé slag­orð, sem er­lend­ir virkj­ana­and­stæðing­ar hafi notað í aðgerðum sín­um gegn Kára­hnjúka­virkj­un og upp­bygg­ingu iðnaðar á Aust­ur­landi. Þær aðgerðir hafi haft það að mark­miði að spilla eign­um og valda rösk­un í sam­fé­lag­inu.

Seg­ist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn harma að reynt sé að hafa áhrif á kosn­inga­bar­átt­una með þess­um hætti í Norðaust­ur­kjör­dæmi og skor­ar á þá sem standa fyr­ir þess­um skemmd­ar­verk­um, að koma fram op­in­ber­lega og mæta fram­bjóðend­um flokks­ins í umræðum um at­vinnu­mál, byggðamál og vist­væna ork­u­nýt­ingu á mál­efna­leg­um grunni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert