Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Norðausturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin-grænt framboð bæta við sig fylgi í Norðausturkjördæmi samkvæmt könnun, sem Capacent Gallup gerðu fyrir Ríkisútvarðið og Morgunblaðið og sagt var frá í síðdegisútvarpinu. Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar miklu fylgi samkvæmt könnuninni.

Í könnuninni mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins 31,3% en var 23,5% í síðustu kosningum. Flokkurinn fær samkvæmt þessu 3 þingmenn, bætir við sig einum. Fylgi VG mælist nú 21,7% en var 14,1% í kosningunum. Flokkurinn fær samkvæmt því 2 þingmenn en hefur 1. Fylgi Samfylkingar mælist nú 21,5% en var 23,3% og flokkurinn heldur 2 mönnum. Fylgi Framsóknarflokks mælist nú 18% en var 32,8% í kosningunum. Flokkurinn fékk 4 menn þá en fær 2 nú samkvæmt könnuninni.

Fylgi Frjálslynda flokksins mælist nú 5,9% en var 5,6%, fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist 1,3% og Baráttusamtakanna 0,3%. Enginn þessara flokka fær þingmann í kjördæminu samkvæmt könnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka