Brimborg hefur ákveðið að styrkja alla þá stjórnmálaflokka, sem þess óska og bjóða fram í öllum kjördæmum við komandi alþingiskosningar, um 300 þúsund krónur hvern. Var þetta ákveðið í kjölfar óska frá stjórnmálaflokkum um fjárframlög.
Í tilkynningu segir Brimborg, að pólitísk afstaða fyrirtækisins sé sú, að fyrirtækið vilji leggja sitt að mörkun til að örva heilbrigð og frjáls skoðanaskipti í þjóðfélaginu og það megi styrkja og efla lýðræðið í landinu.