Frestur til að skila inn meðmælendaskrám og framboðslistum vegna komandi þingkosninga rennur út í fyrramálið. Sex flokkar hafa þegar birt framboðslista sína og samkvæmt upplýsingum Arndísar H. Björnsdóttur, formanns Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja (BEÖ) mun stjórn samtakanna hittast á fundi í kvöld og ganga frá síðustu lausu endunum varðandi framboðslista flokksins. Þeir verða síðan birtir í fyrramálið þegar þeir og meðmælendaskrár hafa verðið afhent Landskjörstjórn.