Sjálfstæðisflokkur með 40% fylgi samkvæmt könnun

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæl­ist 40,6% í skoðana­könn­un, sem Frétta­blaðið birt­ir í dag. Sam­kvæmt því fengi flokk­ur­inn 27 þing­menn kjörna í kosn­ing­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæl­ist 22,5% og fengi flokk­ur­inn 15 þing­menn. Fylgi VG mæl­ist 18% sem þýðir 12 þing­menn, Fram­sókn­ar­flokk­ur er með 10,1% og 6 þing­menn sam­kvæmt könn­un­inni og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fær 5,4% og þrjá þing­menn, allt jöfn­un­ar­menn.

Blaðið seg­ir að ef marka megi könn­un­ina kom­ist þrír af nú­ver­andi ráðherr­um Fram­sókn­ar­flokks­ins ekki inn á þing, þau Jón Sig­urðsson, Jón­ína Bjart­marz og Siv Friðleifs­dótt­ir. Þá kemst Magnús Þór Haf­steins­son, vara­formaður Frjáls­lynda flokks­ins, ekki held­ur að.

Hringt var í 3600 manns dag­ana 23.-28. apríl og skipt­ust svar­end­ur jafnt niður eft­ir kyni og kjör­dæm­um. 61,4% tóku af­stöðu til spurn­ing­ar um stuðning við flokk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert