Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur keypt bæinn Kirkjuhvol í Þykkvabæ og flutt lögheimili sitt þangað frá Hafnarfirðinum að því er kemur fram á fréttavefnum Suðurlandi.is. Íbúðarhúsið er gamalt prestssetur og var áður í eigu sveitarfélagsins í Rangárþingi ytra.
Á fréttavefnum er haft eftir Böðvari Jónssyni, aðstoðarmanni ráðherrans, að Árni hyggist vera með annan fótinn í Þykkvabæ en búa áfram í Hafnarfirði stærstan hluta árs.