Framsóknarflokkurinn tapar miklu fylgi yfir til Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking halda sínu fylgi.
Samkvæmt könnuninni, sem gerð var dagana 25. apríl til 2. maí, mælist fylgi Sjálfstæðisflokks 41,6% og fær flokkurinn fimm þingmönnum, fékk fjóra í síðustu kosningum. Fylgi Samfylkingar mælist 27,7% sem þýðir 4 þingmenn eins og í kosningunum 2003. Fylgi VG mælist 14,8% og kemur flokkurinn 1 manni að samkvæmt því. Fylgi Framsóknarflokks mælist 6,5% og tapar flokkurinn sínum þingmanni.
Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 4,9% og fylgi Íslandshreyfingarinnar 2,5%.