Sjálfstæðisflokkur og Samfylking halda sínu fylgi í Suðvesturkjördæmi en Framsókn tapar fylgi til Vinstrihreyfingairnnar-græns framboðs, samkvæmt skoðanakönnun, sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.
Framsóknarflokkurinn mælist nú með 7% fylgi í kjördæminu og samkvæmt því næði Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, ekki kjöri. Hún er í efsta sæti á lista flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 41,9% og 5 þingmenn, Samfylkingin 28,5% og 3 þingmenn, VG 14,5% og 2 þingmenn, Frjálslyndi flokkurinn 5,5% og Íslandshreyfingin 2,2%.
49,7% sögðust styðja ríkisstjórnina en 50,3% voru henni andvíg.
Úrtakið var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Í því voru 850 manns 18 ára og eldri. Nettósvarhlutfall var 62,8%.