Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eykst samkvæmt könnun

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eykst samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og Framsóknarflokksins minnkar hins vegar lítillega miðað við fyrri könnun blaðsins og fylgi Frjálslynda flokksins og Íslandshreyfingarinnar er svipað og í könnun blaðsins fyrir viku.

Samkvæmt könnuninni er fylgi Sjálfstæðisflokksins 42,5%, sem þýðir 28 þingmenn. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 9,5% sem svarar til 6 þingmanna. Fylgi Samfylkingarinnar er 24%, sem gefur 16 þingmenn og fylgi VG er 16% sem þýðir 10 þingmenn. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 5,4% og fengi flokkurinn 3 þingmenn. Fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist 2,1%.

Hringt var í 1600 manns á kosningaaldri í gær og skiptust svarendur jafnt eftir kyni en niðurstöður voru vigtaðar eftir kördæmum. 62,2% tóku afstöðu en 29,1% sögðust óákveðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert