Gallupkönnun: Formaður Framsóknar nær ekki kjöri

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins.
Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Brynjar Gauti

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, nær ekki kjöri sem kjördæmakjörinn þingmaður, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði á fylgi flokka í Reykjavíkurkjördæmi norður og Sjónvarpið birti nú eftir hádegi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni samkvæmt niðurstöðunum, sem og VG, en Samfylkingin tapar manni.

Sjálfstæðisflokkurinn fær samkvæmt könnuninni 40,4% atkvæða í kjördæminu og fjóra menn; VG fengi 17,8% fylgi og tvo menn, en hefur einn; Samfylking fengi 26,3% og þrjá menn, en hefur fjóra. Framsóknarflokkurinn fengi sjö prósenta fylgi og engan mann, en hefur einn. Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyfingin eru undir fimm prósentum og fá ekki mann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert