Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi

Valgerður Sverrisdóttir.
Valgerður Sverrisdóttir. mbl.is/Ásdís

Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði í frétt­um Útvarps­ins, að fái Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn í kosn­ing­un­um um næstu helgi fylgi í sam­ræmi við það sem skoðanakann­an­ir hafa sýnt að und­an­förnu, sé al­ger­lega ljóst að flokk­ur­inn verði ekki í rík­is­stjórn. Aug­ljóst væri, að flokk­ur­inn þyrfti stuðning frá þjóðinni til að sitja í rík­is­stjórn.

Val­gerður sagðist aðspurð telja að um það væri al­ger samstaða inn­an þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks, að fara ekki í rík­is­stjórn með þetta lítið fylgi en sér­kenni­legt væri, að gerður væri jafn mik­ill grein­ar­mun­ur á stjórn­ar­flokk­un­um og raun bæri vitni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert