Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst

mbl.is/Kristinn

Sam­kvæmt nýrri könn­un, sem Capacent Gallup hef­ur gert fyr­ir Morg­un­blaðið og Rík­is­út­varpið, eykst fylgi Fram­sókn­ar­flokks og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar frá sams­kon­ar könn­un, sem birt var í gær, en fylgi Sjálf­stæðis­flokks, Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs og Frjáls­lynda flokks­ins minnk­ar.

Sam­kvæmt könn­un­inni, sem gerð var 6. og 7. maí, segj­ast 38,4% ætla að kjósa Sjálf­stæðis­flokk en í könn­un gær­dags­ins var þetta hlut­fall 41,9%. Sam­kvæmt þessu fengi flokk­ur­inn 25 þing­menn en litlu mun­ar á 26. þing­manni flokks­ins og 11. þing­manni VG.

27,1% segj­ast ætla að kjósa Sam­fylk­ing­una en í könn­un­inni í gær mæld­ist fylgi flokks­ins 25,1%. Flokk­ur­inn fengi 18 þing­menn sam­kvæmt þessu.

Fylgi VG mæl­ist nú 16,5% en mæld­ist 17,5% í könn­un­inni í gær. Flokk­ur­inn fengi 11 þing­menn miðað við þessa niður­stöðu.

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæl­ist nú 9,8% en var 7,6% í könn­un­inni í gær. Flokk­ur­inn fengi 6 þing­menn.

Fylgi Frjáls­lynda flokks­ins mæl­ist 5,3% í könn­un­inni í dag en var 6% í könn­un gær­dags­ins. Þing­menn flokks­ins yrðu 3 sam­kvæmt þessu.

Fylgi Íslands­hreyf­ing­ar­inn­ar mæl­ist í dag 2,9% en var 2% í gær.

Í könn­un­inni var spurt um hvort viðkom­andi styddu rík­is­stjórn­ina og svöruðu 49,7% þeirri spurn­ingu ját­andi en 50,3% neit­andi. Tals­verður mun­ur er á af­stöðu kynja til rík­is­stjórn­ar­inn­ar en 54,4% karla svöruðu þeirri spurn­ingu ját­andi en 55,4% kvenna svöruðu neit­andi.

Úrtakið í könn­un­inni var 1150 manns, 18 ára og eldri. Nettósvar­hlut­fall var 63,7%. Alls nefndu 86% flokk, 5,6% neituðu að svara, 5,4% sögðust óákveðin og 3,2% sögðust ætla að skila auðu.

Fylgistöl­ur eru reiknaðar út frá svör­um við þrem­ur spurn­ing­um: „Ef kosið yrði til Alþing­is í dag, hvaða flokk eða lista mynd­ir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokk­ur eða listi yrði lík­leg­ast fyr­ir val­inu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er lík­legra að þú kys­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn eða ein­hvern hinna flokk­anna?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert