Nokkur hreyfing virðist vera á fylgi flokkanna þessa síðustu daga fyrir Alþingiskosingarnar samkvæmt því sem fram kemur í fylgiskönnunum Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.
Sambærilegar fylgiskannanir eru nú birtar daglega og segist Elva Björk Sverrisdóttir stjórnmálafræðingur telja þá miklu áherslu sem lögð hafi verið á kannanir í aðdraganda þessara kosninga endurspegla áhuga fólks á þeirri spurningu hvort stjórnarbreytingar séu í vændum.
Þá segir hún kosningabaráttuna hafa verið dauflegra lagi og að sér virðist ekkert kosningamál hafa náð að komast virkilega á flug. Þannig hafi þau mál sem fyrir nokkrum vikum þóttu líkleg kosningamál dottið dauð niður.