Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk

mbl.is/Kristinn

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæl­ist 14,6% í þriðju raðkönn­un­inni, sem Capacent Gallup hef­ur gert fyr­ir Morg­un­blaðið og Rík­is­út­varpið. Í könn­un, sem birt­ist í gær, mæld­ist fylgi flokks­ins 9,8%. Fylgi Frjáls­lynda flokks­ins eykst einnig frá því í gær og mæl­ist nú 6,3% en fylgi annarra flokka minnk­ar.

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæl­ist eins og áður sagði 14,6% í könn­un­inni, sem gerð var 7. og 8. maí. Sam­kvæmt því fengi flokk­ur­inn 9 þing­menn, tapaði þrem­ur frá síðustu kosn­ing­um.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæl­ist 35,9% í könn­un­inni í dag, en mæld­ist 38,4% í gær. Sam­kvæmt þessu fengi flokk­ur­inn 24 þing­menn, bætti við sig tveim­ur.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar mæl­ist nú 25%, var 27,1% í könn­un gær­dags­ins. Flokk­ur­inn fengi sam­kvæmt þessu 17 þing­menn, tapaði þrem­ur.

Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð mæl­ist nú með 14,5% fylgi en var með 16,5% í gær og fengi sam­kvæmt þessu 9 þing­menn, bætti við sig fjór­um.

Fylgi Frjáls­lynda flokks­ins mæl­ist í dag 6,6% en var 5,3% í könn­un gær­dags­ins. Flokk­ur­inn fengi sam­kvæmt þessu 4 þing­menn, sama og í síðustu kosn­ing­um.

Fylgi Íslands­hreyf­ing­ar­inn­ar mæl­ist 3,3% í dag en var 2,9% í gær.

Síðasti þingmaður inn sam­kvæmt könn­un­inni er 17. þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur og VG þyrftu að bæta mjög litlu við sig til að 10. maður ann­ars hvors list­ans myndi fella 17. mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Vik­mörk í könn­un­inni eru frá 1,5-3,9%.

Niður­stöðurn­ar eru úr síma­könn­un og var úr­takið til­vilj­unar­úr­tak úr þjóðskrá. Í því voru 1048 manns 18 ára og eldri. Nettósvar­hlut­fall var 64,1%. 86,6% nefndu flokk, 5% neituðu að svara, 3,8% sögðust óákveðnir og 4,6% sögðust ætla að skila auðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert