Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun

Samkvæmt nýrri könnun er ríkisstjórnin með 46,7% á landsvísu.
Samkvæmt nýrri könnun er ríkisstjórnin með 46,7% á landsvísu. mbl.is/Golli

Samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Stöð tvö er ríkisstjórnin fallin. Á landsvísu fær Framsóknarflokkurinn 8,6% og 5 þingmenn kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn fengi 38,1% og 25 þingmenn.

Vinstri grænir fá 16,2% samkvæmt könnuninni og 11 þingmenn og Samfylkingin 29,1% og 19 þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn fengi 5,2% og 3 þingmenn kjörna og Íslandshreyfingin fengi 2,7%.

2400 manna úrtak var í könnuninni með 63% svarhlutfalli. Könnunin var gerð síðastliðinn fimmtudag, föstudag, mánudag og þriðjudag, það er í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka