Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2

Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn bæta við sig fylgi í könnun, sem Félagsvísindastofnun hefur gert og Stöð 2 birti í kvöld en Sjálfstæðisflokkur tapar. Könnunin byggir á könnun, sem birt var í gær og byggði á svörum 2400 manna en fram kom að svör þátttakenda á fimmtudag, föstudag og laugardag í síðustu viku hefðu verið felld niður en bætt við 300 nýjum þátttakendum í gær.

Niðurstöðurnar voru þær, að fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 35,7%, sem þýðir 24 þingmenn, Fylgi Samfylkingar mælist 30,2% sem þýðir 20 þingmenn, fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs er nú 16,1%, sem þýðir 10 þingmenn, fylgi Framsóknarflokks er 9,8%, sem þýðir 6 þingmenn og fylgi Frjálslynda flokksins er 5,4%, sem þýðir 3 þingmenn. Fylgi Íslandshreyfingarinnar er 3% samkvæmt könnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka