Samfylking og VG samherjar í að fella stjórnina

Samfylking og Vinstri grænir hafa nálgast í áherslum undanfarið að mati Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, en í kosningaþætti Stöðvar 2 í gærkvöldi var hann spurður hvort útilokað væri að flokkarnir tveir gætu náð saman. Sagði hann að friðsamlegra hefði verið á milli flokkanna hvað varðaði áherslur í félagsmálum og öðrum slíkum málefnum.

„Samfylkingin er vissulega að sækja dálítið inn í okkar málaflokka núna og við vildum gjarnan sjá að þau væru duglegri við að reyna að herja á hina hliðina og ná fylgi frá hægri. En gott og vel, við ætlum ekki að standa í neinum átökum. Við erum samherjar í því að fella þessa ríkisstjórn og vonandi leiðir það til farsæls samstarfs."

Ekki á að lofa neinum lækkunum

„Það sem þarna var um að tefla og kannski stingur í augu er það að einstaka menn geta verið á eftirlaunum jafnhliða því sem þeir eru á launum frá hinu opinbera. Þó að það sé reyndar almenn regla að menn geti gert það þá er það kannski ekki viðeigandi um þennan hóp manna," sagði Geir.

Í sama þætti sagðist Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telja að ekki ætti að lofa neinum skattalækkunum núna. „Ef það verður svigrúm á kjörtímabilinu eigum við að fara fyrst og fremst í að hækka skattleysismörkin."

Hvað varðar verðtryggingu inn- og útlána sagði Ingibjörg að ekki væru forsendur til þess að afnema verðtryggingu við þær aðstæður sem væru núna. „Það er líka engin ástæða til að banna hana, en fólk á að hafa val um hvort það vill taka verðtryggingu eða vexti. En til þess að það sé raunverulegt val þarf náttúrlega að ná niður vöxtunum í samfélaginu," sagði Ingibjörg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert