Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný

mbl.is/Kristinn

Rík­is­stjórn­in miss­ir þing­meiri­hluta sinn sam­kvæmt niður­stöðum síðustu raðkönn­un­ar Gallup fyr­ir Morg­un­blaðið og Rík­is­út­varpið, sem gerð var dag­ana 9. til 10. maí. Sam­kvæmt könn­un­inni fær Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 38,4% og bæt­ir held­ur við sig á loka­sprett­in­um, fær 25 þing­menn. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins dal­ar hins veg­ar á ný og mæl­ist nú 10,3%, sem þýðir 6 þing­menn. Sam­an­lagt eru þetta 48,7%, sem skila stjórn­ar­flokk­un­um 31 þing­manni.

Stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir fá hins veg­ar naum­an þing­meiri­hluta, 32 þing­menn, sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar. Frjáls­lynd­ir fá 6% og 4 þing­menn, Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð 17,6% og 11 þing­menn og Sam­fylk­ing 25,8% og 17 þing­menn.

Úrtakið þessa tvo daga var 1194 manns og var svar­hlut­fall 63,7%.

Séu hins veg­ar all­ar kann­an­ir Gallup í vik­unni, með 3160 manna úr­taki, lagðar sam­an, held­ur stjórn­ar­meiri­hlut­inn með 49,9% at­kvæða og 32 þing­menn. Það sama er uppi á ten­ingn­um þegar skoðuð eru svör kjós­enda við spurn­ing­unni hvort þeir styðji stjórn­ina eða séu henni and­víg­ir. Alla vik­una hafa fylk­ing­arn­ar verið nán­ast hníf­jafn­ar og þegar öll svör vik­unn­ar eru lögð sam­an segj­ast 50,5% þeirra, sem tóku af­stöðu, styðja stjórn­ina en 49,5% eru henni and­víg­ir.

Þegar kann­an­ir vik­unn­ar eru lagðar sam­an fær Sjálf­stæðis­flokk­ur 38,9% og 25 þing­menn, Fram­sókn­ar­flokk­ur 11% og 7 þing­menn, Sam­fylk­ing 25,6% og 17 þing­menn, VG 16% og 10 þing­menn, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn 6,3% og 4 þing­menn og Íslands­hreyf­ing­in 2,2%: Síðasti þingmaður inn er 17. þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og þarf Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn litlu að bæta litlu við sig til að ná inn sín­um 26. manni á kostnað 17. manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

mbl.is/​Krist­inn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka