Geir: Auglýsing Jóhannesar ósmekkleg og óviðeigandi

Formenn stjórnmálaflokkanna í sjónvarpssal í kvöld.
Formenn stjórnmálaflokkanna í sjónvarpssal í kvöld. mbl.is/Brynjar Gauti

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra og formaður Sjálf­stæðiflokks­ins, sagði í sjón­varps­um­ræðum í kvöld, að hon­um þætti aug­lýs­ing, sem Jó­hann­es Jóns­son í Bón­us birti í blöðum í dag, bæði ósmekk­leg og óviðeig­andi. Í aug­lýs­ing­unni hvatti Jó­hann­es stuðnings­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður til að strika yfir Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra.

Geir sagði aðspurður í þætt­in­um, að sér þætti þetta of langt gengið og myndi ekki hafa áhrif á marga kjós­end­ur.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, sagði að það væri óvenju­legt að fara fram á út­strik­an­ir með op­in­ber­um hætti þótt slík­ar út­strik­an­ir hefðu oft farið fram. Sagðist Stein­grím­ur telja, að marg­ir hafi samúð með Jó­hann­esi og fjöl­skyldu hans og það sem fæl­ist aðallega í gagn­rýni hans væri, hve Baugs­málið svo­nefnda hefði verið lengi að þvæl­ast í kerf­inu.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagðist telja að um væri að ræða inn­an­flokksmál í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Jó­hann­es væri inn­an­búðarmaður í flokkn­um og hefði getað skrifað grein um málið þótt hún hefði ekki vakið eins mikla at­hygli.

Í þessu sam­bandi var Jón Sig­urðsson, formaður Fram­sókn­ar­flokks, spurður um sjón­varps­aug­lýs­ing­ar frá flokkn­um þar sem vísað er til Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar. Jón sagði, að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði fyrst og fremst lagt áherslu á að kynna eig­in mál, en þess­ar aug­lýs­ing­ar væru eðli­legt svar við allskon­ar aðkasti, sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði orðið fyr­ir, m.a. af hálfu VG. Stein­grím­ur sagðist telja að þess­ar aug­lýs­ing­ar hefðu skaðað Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Ómar Ragn­ars­son, formaður Íslands­hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði eðli­legt, að Jó­hann­es væri sár. Sagðist Ómar skilja hann vel enda hefði hann sjálf­ur þurft að þola að ósekju ásak­an­ir um brot á nátt­úru­vernd­ar­lög­um frá ein­um af innstu kopp­um í búri Fram­sókn­ar á Héraði.

Guðjón A. Kristjáns­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins, tjáði sig ekki sér­stak­lega um þetta mál en gagn­rýndi rík­is­stjórn­ina harðlega fyr­ir ýmis mál, þar á meðal nú­ver­andi skatta­kerfi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert