Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Stöðvar 2

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir fá sam­tals 30 þing­menn sam­kvæmt könn­un, sem Fé­lags­vís­inda­stofn HÍ gerði fyr­ir Stöð 2 og birt var í kvöld. Um er að ræða raðkönn­un með sam­tals ríf­lega þúsund þátt­tak­end­um þar sem 300 bætt­ust við í dag.

Sam­kvæmt könn­un­inni fær Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 10,3% og 6 þing­menn, Sjálf­stæðis­flokk­ur fær 36% og 24 þing­menn, Sam­fylk­ing­in fær 29,3% og 20 þing­menn, Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð fær 15,5% og 10 þing­menn, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fær 5,7% og 3 þing­menn og Íslands­hreyf­ing­in 3,2%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert