Ríkisstjórnin héldi velli skv. könnun Blaðsins

Sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar sem Blaðið gerði á fylgi flokk­anna dag­ana 8. og 9. maí er lík­legt að rík­is­stjórn­in haldi velli. Þar mæl­ast Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 53% fylgi.

Í könn­un Blaðsins mæl­ist Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 8,3% fylgi, Frjáls­lyndi Flokk­ur­inn með 4,7%, Íslands­hreyf­ing­in 2,9%, Sam­fylk­ing­in 25,3%, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 44,7% og Vinstri græn með 14,1%. Alls sögðust 30,5% ekki bú­inn að gera upp hug sinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert