Ríkisstjórnin með meirihlutafylgi skv. könnun Fréttablaðsins

Sam­kvæmt síðustu skoðana­könn­un Frétta­blaðsins fyr­ir þess­ar kosn­ing­ar mæl­ist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 42,2% og fengi 28 þing­menn kjörna. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæl­ist nú með 9,1% fylgi og sam­kvæmt því fengi flokk­ur­inn sex þing­menn kjörna. Miðað við þess­ar töl­ur er stjórn­in með meiri­hluta­fylgi.

24,6% segj­ast myndu kjósa Sam­fylk­ingu, sem dygði til að fá sex­tán þing­menn.

Fylgi Vinstri grænna mæl­ist nú 16,1%. Ef það verða niður­stöður kosn­ing­anna fengi flokk­ur­inn tíu þing­menn.

Fylgi Frjáls­lynda flokks­ins hef­ur ekki breyst frá því um helgi og segj­ast enn 5,4 pró­sent myndu kjósa flokk­inn. Sam­kvæmt því fengi flokk­ur­inn þrjá jöfn­un­arþing­menn kjörna.

Íslands­hreyf­ing­in nær enn ekki nægj­an­lega miklu fylgi til að fá mann kjör­inn. 2,6 pró­sent segj­ast nú myndu kjósa flokk­inn, seg­ir í könn­un Frétta­blaðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert