Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins fyrir þessar kosningar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 42,2% og fengi 28 þingmenn kjörna. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 9,1% fylgi og samkvæmt því fengi flokkurinn sex þingmenn kjörna. Miðað við þessar tölur er stjórnin með meirihlutafylgi.
24,6% segjast myndu kjósa Samfylkingu, sem dygði til að fá sextán þingmenn.
Fylgi Vinstri grænna mælist nú 16,1%. Ef það verða niðurstöður kosninganna fengi flokkurinn tíu þingmenn.
Fylgi Frjálslynda flokksins hefur ekki breyst frá því um helgi og segjast enn 5,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því fengi flokkurinn þrjá jöfnunarþingmenn kjörna.
Íslandshreyfingin nær enn ekki nægjanlega miklu fylgi til að fá mann kjörinn. 2,6 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, segir í könnun Fréttablaðsins.