Búið að opna kjörstaði um allt land

Biðröð á kjörstað fyrir nokkrum árum.
Biðröð á kjörstað fyrir nokkrum árum.

Kjörstaðir í alþing­is­kosn­ing­un­um voru opnaðir klukk­an 9 í dag og verða þeir opn­ir til klukk­an 22 í kvöld en fljót­lega eft­ir það verða fyrstu töl­ur birt­ar í kjör­dæmun­um sex. Ríf­lega 221 þúsund manns hafa kosn­inga­rétt um land allt og eru kon­ur held­ur fleiri en karl­ar. Þar af fá nú rúm­lega 17 þúsund manns að kjósa til Alþing­is í fyrsta skipti.

Um upp­haf og lok kjör­fund­ar gilda þær regl­ur að kjörstaðir skulu opnaðir á bil­inu 9–12 ár­deg­is og skal sveit­ar­stjórn eða yfir­kjör­stjórn aug­lýsa ná­kvæma tíma­setn­ingu með hæfi­leg­um fyr­ir­vara. Meg­in­regl­an við lok kjör­fund­ar er að at­kvæðagreiðslu megi ekki slíta fyrr en átta klukku­stund­ir eru liðnar frá því að kjör­fund­ur hófst og ekki fyrr en hálf klukku­stund er liðin frá því að kjós­andi gaf sig síðast fram. Frá þess­ari meg­in­reglu er þó sú und­an­tekn­ing að at­kvæðagreiðslu megi slíta ef all­ir sem eru á kjör­skrá hafa greitt at­kvæði og eft­ir fimm klukku­stund­ir ef öll kjör­stjórn­in og umboðsmenn eru sam­mála um það, enda sé hálf klukku­stund liðin frá því að kjós­andi gaf sig síðast fram. Kjör­fundi skal þó slitið eigi síðar en kl. 22 á kjör­dag.

Í Suður­kjör­dæmi eru 30.597 þúsund manns á kjör­skrá og fjölg­ar um rúm tvö þúsund frá síðustu kosn­ing­um. At­kvæðin verða tal­in í Fjöl­brauta­skóla Suður­lands á Sel­fossi.

Í Suðvest­ur­kjör­dæmi, lang­fjöl­menn­asta kjör­dæm­inu, eru 54.584 á kjör­skrá og fjölg­ar um­tals­vert frá síðustu kosn­ing­um, eða um tæp­lega 6 þúsund manns. Í kjör­dæm­inu eru kjör­deild­ir 47 tals­ins og at­kvæði verða tal­in í Íþrótta­hús­inu við Kaplakrika og fyrstu töl­ur birt­ar um kl. 22 að sögn Bjarna S. Ásgeirs­son­ar, for­manns yfir­kjör­stjórn­ar.

í Norðvest­ur­kjör­dæmi eru 21.126 manns á kjör­skrá og eru kjör­deild­ir 52. Taln­ing fer fram í Íþrótta­hús­inu í Borg­ar­nesi við Þor­steins­götu og ráðgert að birta fyrstu töl­ur um kl. 22. Sömu sögu er að segja úr Norðaust­ur­kjör­dæmi en taln­ing fer fram í KA-heim­il­inu á Ak­ur­eyri. Á kjör­skrá eru 27.888 manns og fjölg­ar um tæp 1.800 frá síðustu kosn­ing­um. Kjör­deild­ir eru 44 og ger­ir Jón Kr. Sól­nes, formaður yfir­kjör­stjórn­ar, ekki ráð fyr­ir því að norðan­hretið sem er í veður­kort­un­um spilli mikið fyr­ir söfn­un at­kvæða.

Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in tvö, suður og norður, hafa sam­an­lagt ríf­lega 96 þúsund manns á kjör­skrá. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður eru 43.398 kjós­end­ur og eru kjör­deild­irn­ar 40. Verður talið í íþrótta­húsi Haga­skóla. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður eru 43.775 manns á kjör­skrá og eru kjör­deild­ir 39. Taln­ing fer fram í Ráðhús­inu.

Feikna­mik­il utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla var í Laug­ar­dal­söll í gær í um­dæmi sýslu­manns­ins í Reykja­vík, þ.e. báðum Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um og í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Voru tæp 11 þúsund at­kvæði greidd um kl. 19 og 1350 aðsend að auki. Var þetta þegar orðið um 1700 at­kvæðum meira en í síðustu kosn­ing­um.

Utan­kjör­fund­ar­at­kvæðin fara í inn­siglaða kjör­kassa sem flutt­ir eru í Ráðhúsið á kjör­dag og dreift í viðeig­andi kjör­deild. Þar eru at­kvæðin tal­in þegar lokað hef­ur verið fyr­ir at­kvæðagreiðslu. Kjós­end­ur sem kosið hafa utan kjör­fund­ar, geta fram að því komið á kjör­fund og greitt at­kvæði aft­ur og þar með ógilt utan­kjör­fund­ar­at­kvæðið sitt ef þeim hef­ur snú­ist hug­ur í millitíðinni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka