Nærri helmingur búinn að kjósa

Kjörsókn hefur verið dræmari nú en fyrir fjórum árum.
Kjörsókn hefur verið dræmari nú en fyrir fjórum árum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í Reykjavíkurkjördæmi Suður hafa nú kosið 48,67% eða 21.118 manns en 2003 höfðu rúm 53% kosið á sama tíma dags. Í Reykjavíkurkjördæmi Norður hafa nú kosið 44,45% eða 19.459 manns. Fyrir fjórum árum höfðu 51,9% kosið á sama tíma dags en fyrir átta árum var hlutfallið svipað eða 44,55%. Í Suðvesturkjördæmi hafa 26.114 manns kosið og eru það 47,8% en í fyrra voru 52% búin að kjósa á sama tíma dags.

Í Suðurkjördæmi eru síðustu tölur frá því klukkan rúmlega þrjú og þá voru 32,21% búin að kjósa eða um 9813 manns.

Á Akureyri hefur kjörsókn hinsvegar farið fram úr því sem var um svipað leyti dags fyrir fjórum árum, þá höfðu 47% af þeim sem voru á kjörskrá kosið en nú eru það 52,5% eða 6495 manns sem eru á kjörskrá sem hafa greitt atkvæði.

Að sögn yfirkjörstjórnar á Akureyri var gríðarlega mikið að gera hjá þeim um miðjan daginn og engu líkara en að allir bæjarbúar hefðu ákveðið að koma að kjósa á sama hálftímanum.

Tölur hafa ekki fengist úr öllu Norðvesturkjördæmi, einungis frá kjörstjórn á Akureyri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert