Staðfest hefur verið að strikað hefur verið yfir nafn Árna Johnsen á milli 21% til 22% atkvæða D lista í Suðurkjördæmi eða. Karl Gauti Hjaltason oddviti yfirkjörstjórnar sagði að einnig hefði eitthvað verið strikað yfir nafn Árna M. Mathiesen en það væri mun lægra hlutfall eða undir 3%. Yfirstrikaðir og breyttir atkvæðaseðlar D lista voru 2236 í Suðurkjördæmi eða 24,52%. Aðrir listar voru með minna.
Það er síðan landkjörstjórn sem úthlutar þingsætum eftir að henni hefur borist gögn frá yfirkjörstjórnum kjördæmanna.
Karl Gauti sagði að yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmunum kæmu ekki saman fyrr en á morgun til að fara yfir breytta seðla þannig að endanleg niðurstaða fengist ekki fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudaginn.