22% strikuðu yfir Árna Johnsen

Komið með atkvæðaseðla flugleiðis til Selfoss í nótt.
Komið með atkvæðaseðla flugleiðis til Selfoss í nótt. mbl.is/Guðmundur Karl

Staðfest hef­ur verið að strikað hef­ur verið yfir nafn Árna Johnsen á milli 21% til 22% at­kvæða D lista í Suður­kjör­dæmi eða. Karl Gauti Hjalta­son odd­viti yfir­kjör­stjórn­ar sagði að einnig hefði eitt­hvað verið strikað yfir nafn Árna M. Mat­hiesen en það væri mun lægra hlut­fall eða und­ir 3%. Yf­ir­strikaðir og breytt­ir at­kvæðaseðlar D lista voru 2236 í Suður­kjör­dæmi eða 24,52%. Aðrir list­ar voru með minna.

Það er síðan land­kjör­stjórn sem út­hlut­ar þing­sæt­um eft­ir að henni hef­ur borist gögn frá yfir­kjör­stjórn­um kjör­dæm­anna.

Karl Gauti sagði að yfir­kjör­stjórn­ir í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um kæmu ekki sam­an fyrr en á morg­un til að fara yfir breytta seðla þannig að end­an­leg niðurstaða feng­ist ekki fyrr en í fyrsta lagi á þriðju­dag­inn.

22% sjálfstæðismanna strikuðu yfir nafn Árna Johnsen.
22% sjálf­stæðismanna strikuðu yfir nafn Árna Johnsen. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert